Sundaboginn

Um okkur

Leiguréttur er traust og áreiðanleg lögmannstofa sem veitir einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf og þjónustu í ágreiningsmálum er varðar útleigu á fasteignum.

Lögmenn Leiguréttar hafa víðtæka reynslu og þekkingu á rekstri ágreiningsmála, bæði hvað varðar í samskiptum fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum. Sú reynsla og þekking skilar sér í faglegum og vönduðum vinnubrögðum viðskiptavinum til hagsbóta.

Lögmenn fyrirtækisins annast málið frá upphafi til enda og leggja þeir mikið uppúr því að vera í beinu og góðu sambandi við viðskiptavini sína.

Hafðu samband og kannaðu réttarstöðu þína endurgjaldslaust.

Sérhæfing okkar

Leigusamningar

Við gerum leigusamninga fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki um hvers kyns húsnæði, hvort sem er íbuðar- eða atvinnu.

Riftun samninga

Riftun leigusamninga er vandmeðfarin og nauðsynlegt að fylgja húsaleigulögum í hvívetna. Að öðrum kosti geta aðilar skapað sér skaðabótaábyrgð. Við þekkjum lögin.

Útburðarmál

Útburðarmál eru flókin lagalega og auðvelt að gera mistök ef ekki er rétt haldið á spilum. Leiguréttur tryggir að rétt sé að ferlinu staðið.

Tryggingafé

Ágreiningur um tryggingafé er algengur en lögin eru skýr hvað varðar ábyrgðir og vörslufé. Við könnum hvort rétt sé staðið að útgreiðslu tryggingafjár.

Leiguréttur

Húsaleigulögin eru ítarleg og margt sem getur valdið ágreiningi milli leigutaka og leigusala. Í flestum tilvikum er auðvelt að leysa málið með því að ræða saman með hjálp sérhæfðs aðila.

Innheimta

Við sjáum um innheimtu leigugreiðslna séu þær komnar í vanskil og sjáum til þess að rétt sé að henni staðið.

Sendu okkur fyrirspurn

Við höfum komið að rekstri fasteignafélaga, gert form að leigusamningum og greitt úr hinum margvíslegu vandamálum sem koma upp vegna leigusamninga.

Starfsfólk

Þorgeir Þorgeirsson

Héraðsdómslögmaður

Menntun
Héraðsdómslögmaður 2016
ML-próf frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2015
BA-próf frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2013
Verzlunarskóla Íslands 2005

Starfsferill

Leiguréttur frá 2017-
Lögmenn Borgartúni frá 2016-
Fulltrúi hjá Innheimstustofnun sveitarfélaga frá 2013 – 2015

Díana Jónsdóttir

Lögfræðingur

Menntun
ML-próf frá lagadeild Háskóla Íslands 2019
BA-próf frá lagadeild Háskólans Íslands 2017
Menntaskólinn Hraðbraut 2016

Starfsferill

Leiguréttur frá 2019-
Lögmenn Borgartúni frá 2019-
Fjármála og efnahagsráðuneytið 2016 – 2019

Spurt og svarað

Á hverjum degi berst okkur fjöldi fyrirspurna en margar eiga þær það sameiginlegt að fjalla um sama efnið. Við höfum tekið saman nokkrar algengar spurningar sem viðskiptavinir okkar hafa spurt og líklegt er að aðrir kynnu að leita sömu svara við.

Umsagnir

Samstarfsaðilar

Leiguskjól
Leiguskjól ábyrgðarþjónusta á húsaleigusamningum.

HAFA SAMBAND

Hringdu beint í lögmann hjá okkur eða sendu okkur línu. Við svörum innan sólarhrings.

630 5050

leigurettur@leigurettur.is

Sundagarðar 2 - 104 Reykjavík

Mán - Fös: 09:00 - 17:00